Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 864 svör fundust

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

Nánar

Hvaða frumefni inniheldur demantur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur? Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og my...

Nánar

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

Nánar

Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?

Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...

Nánar

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Nánar

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...

Nánar

Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...

Nánar

Hvað er bananalýðveldi?

Bananalýðveldi eða banana republic eins og það kallast á ensku er orð sem oft er notað í niðrandi merkingu til að lýsa ástandi í tilteknum smáríkjum. Oftast er verið að vísa til smáríkja í Rómönsku Ameríku sem búa við spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og þá oft herstjórnir. Efnahagur þessara landa er oft mjö...

Nánar

Hver er höfuðborg Brasilíu?

Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...

Nánar

Tilheyrir Mallorca Spáni?

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...

Nánar

Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Rósa Magnúsdóttir stundað?

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru franskar miðaldabókmenntir, útbreiðsla „efniviðarins frá Bretagne“, þýðingar og viðtökur franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu. Hún er þátttakandi í verkefninu „La matière arthurienne aux XIVe-XVIe siècles en Europe“ (LATE) og einn af ritstjórum þess. Ásdís stundar ranns...

Nánar

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?

Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...

Nánar

Fleiri niðurstöður